tisa: Mills of Satan

þriðjudagur, maí 09, 2006

Mills of Satan

Í dag er gott veður, en ég er viss um að enginn hefur getað notfært sér það vegna prófa.

Ég var í söguprófinu mínu í gær. Ég er ekki aðdáandi númer eitt eftir þetta próf. Hérna er dæmi um spurningu:

Myllur satans:___________________________________

Þetta vissi ég ekki. Ég á annaðhvort eftir að rétt falla, eða rétt ná. Það verður mjótt á munum.

Til að bæta mér þessi ósköp upp lýsi ég því yfir að dagurinn í dag er frídagur. Ég ætla að versla. Mikið. Og svo aðeins meira.

Og fara í passamyndatöku, var að fatta að ég vil ekki hafa mynd frá því í 8.bekk á ökuskírteininu mínu.

Önnur upgvötun: Þegar maður er með stutt hár, svona eins og ég, þá á það mun auðveldara með að standa beint upp í loftið. Þess vegna vaknaði ég með lóðrétta hárgreiðslu.


Ég á ennþá fjögur próf eftir. PUH


Ég var inn á gömlu síðunni minni áðan. Svo sá ég allt í einu að tvö neðstu bloggin mín eru með 90 skoðanir. Mæli með því að þið lesið þær, mjög áhugavert.

Hey, konan í vinunni skildi eftir spennurhanda mér. Þær eru í öllum regnbogans litum, og úr plasti. Nokkuð svekkt með bolinn samt, fékk engan.


Gone versling.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 12:27

1 comments